Hvernig komst íslenskur stóll á loftslagsráðstefnuna?

Al_-_Kollhrif_1024x1024@2xStóllinn Kollhrif, sem hannaður var af ungu hönnuðunum í Studio Portland, varð hlutskarpastur í Sustainable Nordic Design Competition. Það er alþjóðlegt kynningarverkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, The Nordics, sem tók höndum saman um að halda hönnunarsamkeppni um sjálfbæra stóla. Valinn var stóll frá hverju Norðurlandanna úr fjölda tilnefninga.

Norrænu sigurstólarnir eru sýndir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP24) nú í byrjun desember, þar sem þeir eru hluti af sjálfbærnisýningu í skála Norðurlanda. Gert er ráð fyrir að 30 þúsund manns sæki sýninguna sem haldin er í Katowice í Póllandi og stendur yfir í tvær vikur. Eftir loftslagsráðstefnuna verða stólarnir svo til sýnis á Designwerk í Kaupmannahöfn.  

Það er ánægjulegt að rekja tilurð stólsins Kollhrif.

Efnt var til söfnunarátaks sprittkerta síðustu jól. Þar tóku saman höndum Samál og Samtök iðnaðarins ásamt endurvinnslufyrirtækjum landsins, þ.e. Al álvinnslu, Endurvinnslunni, Furu, Gámaþjónustunni, Grænum skátum, Hringrás, Íslenska gámafélaginu, Plastiðjunni Bjargi og Sorpu. Eitt fyrsta verk nýs umhverfisráðherra var að hleypa átakinu af stokkunum og er skemmst frá því að segja að undirtektir almennings voru frábærar. Fyrir vikið er söfnun sprittkerta nú varanlegur kostur í endurvinnsluflóru landsmanna.

En hvað átti svo að gera við álið úr sprittkertunum?

Það var tilraunaverkefni hjá Al álvinnslu að bræða álið úr sprittkertunum, en eins og alþjóð veit er ál þeim kosti gætt að það má endurvinna aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum eiginleikum sínum. Enda er um 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið enn í notkun. Til þess að endurunna álið öðlaðist framhaldslíf var stofnað til fjögurra teyma og hönnuðu þau hagnýtar vörur sem framleiða má úr endurunnu áli.

Hönnuðir völdust til verksins með ólíkan bakgrunn; Sigga Heimis, Ingibjörg Hanna, Olga Ósk Ellertsdóttir og Studio Portland, en þar starfar þríeykið Sölvi Kristjánsson, Sóley Kristjánssdóttir og Karen Ósk Magnúsdóttir. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við Málmsteypuna Hellu, sem hefur frá upphafi endurunnið ál í sinni framleiðslu. Áhersla var lögð á nytjahluti fyrir íslenskan veruleika og innblástur sóttur í daglegt líf.

Afrakstur þeirrar vinnu var afhjúpaður fyrr á þessu ári á afmælisopnun Hönnunarmars í Hafnarhúsinu undir yfirskriftinni #endurvinnumálið. Þar kenndi ýmissa grasa og var margt listilegra muna úr smiðju þessara úrvalshönnuða.

Þar á meðal var stóllinn Kollhrif sem Sölvi Kristjánsson hannaði, en til framleiðslu á honum þarf um 14.400 sprittkerti. Efniviðurinn endurunnið ál og korkur, - og snýr hönnunin því ekki aðeins að útliti stólsins heldur tekur hún einnig mið af umhverfisáhrifum, endurvinnslumöguleikum og margnota gildi hans. Og þannig var hringnum lokað, sem hófst á söfnun sprittkerta undir yfirskriftinni: „Gefum jólaljósum lengra líf.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Pétur Blöndal

Höfundur

Pétur Blöndal
Pétur Blöndal

Þessa þanka skrifar framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda, bókahöfundur og forðum blaðamaður.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Al - Kollhrif 1024x1024@2x
  • Endurvinnsla1
  • IMG_9484

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband